Eina nótt í viðbót

[Verse 1]
Eina nótt í viðbót, opnaðu gluggann
Hleyptu stjörnunum inn
Ég ætla að vaka, fá að horfa á skuggann
Láta eins og það sé skugginn þinn
Láta eins og það sé skugginn þinn

[Chorus]
Ég fæddist ekki til að missa þig
Særa þig eða hryggja þig
Því ég þrái
Ég þrái þig svo sárt
Ég þrái
Ég þrái þig svo sárt

[Verse 2]
Í dögun brotna skuggarnir
Dagurinn sópar brotunum burt
Mér sýnist þeir gráta, gluggarnir
"Hvaðan fá þeir tárin?" er spurt
"Hvaðan fá þeir tárin?" er spurt

[Chorus]
Ég fæddist til að elska þig
Hugga þig og knúsa þig
Því ég þrái
Ég þrái þig svo sárt
Ég þrái
Ég þrái þig svo sárt

Og ég fæddist ekki til að vona að þú, sem kona, yrðir ekki mín
Því ég þrái
Ég þrái þig svo sárt
Ég þrái
Ég þrái þig svo sárt

[Verse 3]
Ég bíð eftir að á deginum verði slökkt
Að tíminn komi til mín
Þeir segja hann flakkar um veröldina með síamskött
Sem eitt sinn var ástmaður þinn
Sem eitt sinn var ástmaður þinn
Sem eitt sinn var ástmaður þinn

Trivia about the song Eina nótt í viðbót by Bubbi Morthens

When was the song “Eina nótt í viðbót” released by Bubbi Morthens?
The song Eina nótt í viðbót was released in 1985, on the album “Kona”.

Most popular songs of Bubbi Morthens

Other artists of