Geimskotinn í þér
[Intro: Holy Hrafn]
Veröldin vaggar
Plánetan rokkar
Plánetan stoppar
Tíminn er okkar
[Verse 1: Holy Hrafn]
Ég veit ekki hverskonar hexagon, plexigler
Framtíðar, sci-fi sexy ass taktar þetta eru
Lookið þitt er einhverskonar út fyrir endamörkin
Kózý ljósár, voodoo geislavirkar verur
Kemst ekki hjá því að reika
Viltu kom’að leika í öðrum veruleika?
Hvert er markmiðið?
Er það að taka yfir eða kemuru í friði?
[Chorus: Thrilla GTHO]
Mér finnst ég sjá allan heiminn líða hjá
Á ógnarhraða því þú lyftir mér upp
Tvær halastjörnur bera saman stjörnuspár
Á ógnarhraða því þú lyftir mér upp
Þú lyftir mér upp lengst upp í geim
Þýt í gegnum stjörnuþokur hnitin krotuð
Augun lokuð því þú lyftir mér upp
[Verse 2: Thrilla GHTO]
Hjartað þenst út eins og mikli hvellur
Inní mér
Algjör vitleysa sem úr mér vellur
Ég er hver
Andinn lyftist upp á ógnarhraða
Ég fæ hеllu
Hunsa þyngdarlögmálið og aðrar reglur
Eins og slæmar tæknibrellur
[Verse 3: Holy Hrafn]
Ég trúi ekki еigin augum, fly chicks með stjörnubelti
Fljúga um á geimflaugum og ég elti
Út úr heiminum, þú ert út úr heiminum, en deilum stjörnumerki
Eða ekki
Hvernig virkar þetta þegar þú ert frá öðrum hnetti?
Ég bara spyr
[Chorus: Thrilla GTHO]
Mér finnst ég sjá allan heiminn líða hjá
Á ógnarhraða því þú lyftir mér upp
Tvær halastjörnur bera saman stjörnuspár
Á ógnarhraða því þú lyftir mér upp
Þú lyftir mér upp lengst upp í geim
Þýt í gegnum stjörnuþokur hnitin krotuð
Augun lokuð því þú lyftir mér upp
[Verse 4: Thrilla GTHO]
Allt inní mér er kalt eins og stendur
Ég þaut um vetrarbraut viltu hlýja mér um hendur
Léttur í spori, geimgangan er að ganga vel
Fullur af þori, ég spyr þig hvort þig langi með
Ég svíf á sporbaug um þig
Þegar þú horfir á mig
Skínum við skærar ef við hröpum hægar?
Ég hef ekki svarið svo spurðu stjörnu Sævar