Ekki gleyma mér

Elín Hall

Langur og erfiður vetur
Hann birti upp er fann ég þig
Þú ert sá eini sem að getur
Lífgað og glatt upp á mig

En á milli okkar dofnaði styrkur
Og dagarnir nóttum urðu að
En ef það yrði aldrei myrkur
Sæum við ekki stjörnurnar

Hugsaðu um mig þegar tekið er að rökkva
Ég hef saknað þín
Ég reyni okkar vöndum að sökkva
Ef þú bíður mín
Leiddu mig þegar augun mín vökna
Ég get launað þér
Á morgun skyldi’ á ást okkar slökkna
Ekki gleyma mér

Erfitt er að ákveða hvort að þú
Sért virði þessa sársauka
Þegar staðreyndin var alltaf sú;
Við vissum að þetta myndi enda

Ég vona að þú haldist glaður
Og gleymir angurværð og gráti
Þau segja að hamingjan sé ekki staður
Hamingjan sé ferðarmáti

Hugsaðu um mig þegar tekið er að rökkva
Ég hef saknað þín
Ég reyni okkar vöndum að sökkva
Ef þú bíður mín
Leiddu mig þegar augun mín vökna
Ég get launað þér
Á morgun skyldi’ á ást okkar slökkna
Ekki gleyma mér

Trivia about the song Ekki gleyma mér by Elín Hall

When was the song “Ekki gleyma mér” released by Elín Hall?
The song Ekki gleyma mér was released in 2020, on the album “Með Öðrum Orðum”.
Who composed the song “Ekki gleyma mér” by Elín Hall?
The song “Ekki gleyma mér” by Elín Hall was composed by Elín Hall.

Most popular songs of Elín Hall

Other artists of