Hjartað tók kipp

Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir

HJARTAÐ TÓK KIPP

Sagan ykkar byrjaði vel,
nokkur augnaráð, bros og neistar.
Loksins hóf hún að bráðna þín skel -
en nóg er aldrei nóg þú veist það.

Tíminn án afláts leið
en sambandið stóð í stað.
Hún endalaust beið og beið
þess að þú rynnir í hlað.

Þig skorti suma kosti
sem skiptu hana máli.
En áfram hún brosti
þó hjartað stæði á báli.

Þú fórst henni bara frá
en hún skilur þig vel, þér brá
þegar hjartað tók kipp og þú vissir ekki
hvaðan veðrið stóð þig á.

En eftir situr stúlkan sár
og niður vanga hennar falla tár
því hennar hjarta tók kipp og hún vissi ekki
að þú yrðir henni aldrei hjá.

Hún var kjörkuð svo það féllu stór orð,
hvað áttir þú svo sem að segja?
Hér var alltaf allt lagt upp á borð
en ekkert gastu gert nema að þegja.

Þig skorti suma kosti
sem skiptu hana máli.
En áfram hún brosti
þó hjartað stæði á báli.

Þú fórst henni bara frá
en hún skilur þig vel, þér brá
þegar hjartað tók kipp og þú vissir ekki
hvaðan veðrið stóð þig á.

En eftir situr stúlkan sár
og niður vanga hennar falla tár
því hennar hjarta tók kipp og hún vissi ekki
að þú yrðir henni aldrei hjá.

Þú lést hana alfarið um að passa að ekkert bjátaði á.
Hvernig heldur þú að henni hafi liðið?
Enginn til stóla á ekki einu sinni þegar illa á henni lá.
Því þar var enga, enga, enga, enga ást að fá.

Svo farðu mér bara frá
ég skil þig alveg vel, þér brá
þegar hjartað tók kipp og þú vissir ekki
hvaðan veðrið stóð þig á.

En eftir sit ég ein og sár
og niður vanga mína falla tár
því hjartað tók kipp
og ég vissi ekki
að mér yrðir þú aldrei hjá.

Trivia about the song Hjartað tók kipp by Raven

Who composed the song “Hjartað tók kipp” by Raven?
The song “Hjartað tók kipp” by Raven was composed by Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir.

Most popular songs of Raven

Other artists of Heavy metal music