​rauðir draumar (fyrir kvikmyndina ”Kuldi”)

Elín Hall

[Erindi 1]
Ég fann þig á fingraförum
Með fjandann á fögrum vörum
Og það vakti eitthvað volað í mér
En segðu mér óttastu hnykkinn
Of mikið til að taka í gikkinn?
Aldrei var munnur þinn svo næturkaldur
Var ástin þín eitthvað meira en svartagaldur?

[Viðlag]
Ó ef ég lifi af annan dag
Mun þá skugginn skríða af stað?
Ó faðir hvíldu mitt kverkatak
Og gjör mig ljós uns blóðið rennur kalt

[Erindi 2]
Myrkurhöndin klappar og klórar
Er það hugur eða hugarórar?
Það eru hliðar tvær á sama eyri
Svo ég kyngi eitri og vona að það þig deyði

[Viðlag]
Ó ef ég lifi af annan dag
Mun þá skugginn skríða af stað?
Ó faðir hvíldu mitt kverkatak
Og gjör mig ljós uns blóðið rennur kalt

[Outro]
Rauðir draumar, allt sem eftir er
Rauðir draugar, útlínur af þér
Rauðir draumar, allt sem eftir er
Rauðir draugar, útlínur af þér
Sjáðu tunglið grætur
Þessar kvíðanætur
Unga ástin mín
Sjáðu tunglið grætur
Þessar kvíðanætur
Ég skal bíða þín

Trivia about the song ​rauðir draumar (fyrir kvikmyndina ”Kuldi”) by Elín Hall

When was the song “​rauðir draumar (fyrir kvikmyndina ”Kuldi”)” released by Elín Hall?
The song ​rauðir draumar (fyrir kvikmyndina ”Kuldi”) was released in 2023, on the album “heyrist í mér?”.
Who composed the song “​rauðir draumar (fyrir kvikmyndina ”Kuldi”)” by Elín Hall?
The song “​rauðir draumar (fyrir kvikmyndina ”Kuldi”)” by Elín Hall was composed by Elín Hall.

Most popular songs of Elín Hall

Other artists of