Nú sólin er hnigin
Þorsteinn Einarsson
Nú sólin er hnigin út við sjóndeildarhring
nú sefur drótt
englarnir vaka þér yfir í kring
og allt er hljótt
svífðu í drauminn og sofðu nú vært
um svarta nótt
í draumum er alltaf um fjallvegi fært
og föngin sótt
næðir vel að norðan
napurt er hans þel
Kári mundar korðann
kinnar bítur hel